Fékk sjokk á Íslandi eftir Kosta Ríka

Númi Snær hefur áhyggjur af Íslendingum eftir að hafa dvalið …
Númi Snær hefur áhyggjur af Íslendingum eftir að hafa dvalið erlendis með fjölskyldunni. Samsett mynd: Skjáskot af Instagram/Colourbox

Númi Snær Katrínarson, þjálfari og rekstrarmaður, er nýkominn aftur til Íslands eftir tíu vikna dvöl með fjölskyldunni á Kosta Ríka. Hann segir að menningarsjokki eftir ferðina hafi fengið hann til að hugsa alvarlega um stöðu íslensks samfélags.

Hann ræddi þetta í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim á dögunum en hann var einnig í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar í síðustu viku.

Íslendingar á hlaupum 

Spurður út í það í hverju sjokkið hefði helst falist, sagði hann: 

„Það er í rauninni bara allt, Það er ekkert neinum að kenna.“ 

„Við erum rosalega mikið á hlaupum og það er rosa lítill tími fyrir okkur sjálf og við fáum að gjalda svolítið fyrir það held ég,“ sagði hann. 

„Við erum bara í einum líkama,“ bætti hann við og lýsti því hvernig samfélagið í Kosta Ríka væri mun rólegra. Það sama ætti við Stokkhólm þar sem Númi bjó í nokkur ár. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni að Svíar séu meðvitaðri um heilsuna sína en Íslendingar. 

Númi ræddi einnig um bæði jákvæðu og erfiðu hliðar þess að ferðast með börn en hann hefur áhyggjur af því að börn í dag kynnu ekki lengur að láta sér leiðast. 

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka