Foreldrarnir Vilhjálmur og Katrín

Vilhjálmur bretaprins er þrátt fyrir titilinn býsna venjulegur pabbi
Vilhjálmur bretaprins er þrátt fyrir titilinn býsna venjulegur pabbi mbl.is/AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eru vissulega hluti af bresku konungsfjölskyldunni en þau eru líka foreldrar sem standa frammi fyrir uppeldisáskorunum á hverjum degi, rétt eins og allir aðrir foreldrar.

Þau urðu nýlega foreldrar í þriðja sinn þegar Loðvík Artús Karl (Louis  Arthur Charles) fæddist 23. apríl sl. en fyrir eiga þau Georg prins (5 ára í júlí) og Karlottu prinsessu (3). Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr daglegu lífi fjölskyldunnar en þau elska að eyða gæðatíma með börnunum sínum, rétt eins og aðrir foreldrar.

Athygli hefur vakið að Vilhjálmur og Katrín leyfa Georg og Karlottu að leika með byssur en hér má sjá Georg litla munda leikfangabyssu meðan pabbi Vilhjálmur var að spila Pólo. 

Þessi hlaup, eða frekar stökk, Katrínar á eftir börnum sínum hafa vakið athygli um  víða veröld vegna þeirra fimi sem hún sýnir að elta ungviðið á háum hælum. Þetta leika ekki allir eftir. 

Þessi káta litla prinsessa hefur brætt alla bresku þjóðina með galvaskri og ófeiminni framkomu. Prinsessur fara í kollhnís þegar þeim hentar. 


Í opnu bréfi sem Katrín skrifaði nýlega til stuðnings veikum börnum lýsti hún því hve mikilvægar einföldu stundirnar með börnunum væru henni, eins og bara leika saman úti. „Það er er svo mikilvægt að eiga gæðastundir saman og mikilvægur hluti af fjölskyldulífinu. Og fyrir mig sem móður, að þá eru það oft einföldustu augnablikin sem skipta mig mestu máli."


Það er er ekki bara Karlotta sem  hefur dáleitt bresku þjóðina heldur einnig Katrín mamma hennar sem ekki vill afhenda uppeldi barna sinna í hendur barnfóstra og fagfólks heldur vill hún eyða sem mestum tíma með þeim sjálf og sinnir þeim að alúð og festu.
 

 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eignuðust þriðja barnið í lok …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eignuðust þriðja barnið í lok apríl sl., soninn Loðvík Artús Karl mbl.is/AFP

 

Byggt á frétt í Hello Magazine

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert