Líttu á undur lífsins í mögnuðu myndbandi

Í leginu halda frumurnar áfram að skipta sér og mynda …
Í leginu halda frumurnar áfram að skipta sér og mynda fóstur. Þegar komnar eru milljónir af frumum fer fóstrið að líkjast örlítilli mannveru sem fær næringu gegnum naflastreng sem tengir móðurina við barnið sem vex innan í henni. Ljósmyndari/Thinkstockphotos

Þótt það gerist nokkur hundruð þúsund sinnum í veröldinni á hverjum einasta degi þá er það sannkallað kraftaverk í hvert skipti sem nýr einstaklingur verður til.

Eggfruman er með stærstu frumum líkamans en sáðfruman er ein sú minnsta og endurspeglast stærðarmunurinn í hlutverki þeirra. Eggfruman er stór, vegna þeirrar næringar sem hún geymir fyrir hugsanlegan fósturvísi á fyrstu sólarhringum eftir frjóvgun, en sáðfruman er lítil og létt til að geta synt upp í gegnum legháls konunnar og inn eftir eggrás þar sem eggfruma bíður. Sæðisfruman treður sér í gegnum utanáliggjandi og sameinast þar eggfrumunni, og voilà!

Ævintýrið byrjar

Frjóvgaða eggfruman skiptir sér strax í tvær frumur, báðar eins. Þær skipta sér síðan og mynda sífellt fleiri frumur. Þegar þessi frumuklumpur kemur inn í legið getur hann fest sig í sess innan á legvegginn og þar með hefst meðganga konunnar.

Í leginu halda frumurnar áfram að skipta sér og mynda fóstur. Þegar komnar eru milljónir af frumum fer fóstrið að líkjast örlítill mannveru sem fær næringu gegnum naflastreng sem tengir móðurina við barnið sem vex innan í henni.

Þetta myndband sýnir þetta ferli lífsins með mögnuðum hætti:  


Heimild: Vísindavefurinn og mms.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert