Unglingar sem veipa í meiri hættu á eitrun

Unglingar ættu að forðast rafrettur segja rannsóknir. Mynd úr safni.
Unglingar ættu að forðast rafrettur segja rannsóknir. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Unglingar sem nota rafrettur eru sögð í meiri hættu á að fá þungmálmaeitrun sem getur svo skaðað heilaþroska og önnur líffæri eftir því sem rannsóknir gefa til kynna. Talin er þörf á að herða reglur og auka forvarnir fyrir ungt fólk.

Niðurstöður rannsóknar University of Nebraska Medical Center voru birtar í BMJ Group’s ­Tobacco Control og fjallað um í The Times. 200 ungmenni voru látin skila af sér þvagprufum til greiningar fyrir þungmálmum á borð við blý, úraníum og kadmín.

Nýjustu tölur gefa til kynna að 9% barna á aldrinum 11 til 15 ára nota rafrettur jafnvel þótt það sé bannað að selja börnum undir 18 ára aldri rafsígarettur. Fjöldi barna sem nota rafrettur hefur þrefaldast á þremur árum.

Ákveðnir málmar hafa greinst í rafrettum og þeir geta verið afar skaðlegir börnum sem eru enn að taka út mikinn þroska.

Greiningar leiddu í ljós að blýmagn í þvagi þeirra barna sem notuðu rafrettur reglulega var 30-40% hærra en hjá þeim sem notuðu rafrettur sjaldnar en sex daga í mánuði.

Úraníum magnið reyndist einnig tvöfalt meira hjá þeim sem notuðu rafrettur reglulega. Þá voru niðurstöður einnig greindar eftir bragðtegundum og þá kom í ljós að þeir sem völdu frekar sætar bragðtegundir höfðu meira magn af úraníum í þvaginu (eða um 90% hærra magn) en þeir sem völdu t.d. mintu-bragðtegundir.

„Þessar niðurstöður segja okkur að ungmenni eigi ekki að nota rafrettur. Þeim fylgja ýmsar áhættur,“ segir Lion Shahab, prófessor hjá UCL Tobacco and Alcohol Research Group. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál