Skorið úr deilu fegurðardrottninga í Norður-Karólínu

Misty Clymer.
Misty Clymer. AP

Dómur féll í dag í sérkennilegu deilumáli sem snúist hefur um hver hafi rétt til að vera fulltrúi Norður-Karólínu í fegurðarsamkeppni þar sem ungfrú Ameríka er valin. Er úrskurðurinn sá að stúlkan, sem upphaflega varð í 2. sæti, hreppi keppnisréttinn, en sú sem vann, en missti síðar titilinn, situr eftir með sárt ennið. Viðhafði dómarinn m.a. þau ummæli að hann vildi vernda mikilvægan þátt í bandarísku þjóðlífi.

Fegurðardrottningarnar tvær, Rebekah Revels, sem vann keppnina í Norður-Karólínu, og Misty Clymer, sem varð í 2. sæti, komu saman fram í sjónvarpsfréttaþáttum eftir að úrskurðurinn lá fyrir í dag.

„Þessi úrskurður er beiskjublandinn sigur," sagði Clymer. „Mér þykir fyrir því að Rebekah getur ekki tekið þátt í fegurðarsamkeppninni, sem hefur verið draumur hennar lengi, en ég held að við munum báðar komast yfir þetta."

Revels segir að þær Clymer séu engir óvinir þrátt fyrir deilurnar. „Við erum báðar Suðurríkjadömur og getum tekist á við þetta," sagði hún.

Málið hófst þegar Revels, sem er 24 ára gamall enskukennari, vann keppnina í Norður-Karólínu í júní. Hún afsalaði sér titlinum eftir að fyrrum kærasti hennar sagði stjórnendum fegurðarsamkeppninnar að hann hefði í fórum sínum nektarmyndir af Revels, teknar árið 1998. Þessar myndir hafa þó aldrei komið fram og Revels segir að hún hafi verið neydd til að afsala sér titlinum en ella hefði hann verið tekinn af henni með valdi. Skipuleggjendur keppninnar sögðu hins vegar að eftir að Revels sagði af sér hafi Clymer átt rétt á titlinum.

Revels höfðaði mál og krafðist þess að hún fengi einnig að vera fulltrúi Norður-Karólínu í keppninni um ungfrú Ameríku, sem haldin hefur verið í 81 ár. Þessari kröfu hefur sem sagt verið hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka