Nær uppselt á tónleika Muse

Talsverður hópur dvaldi í nótt utan við Skífuna við Laugaveg.
Talsverður hópur dvaldi í nótt utan við Skífuna við Laugaveg.

Nánast er orðið uppselt á tónleika bresku hljómsveitarinnar Muse, sem haldnir verða í Laugardalshöll 10. desember en miðasala hófst klukkan 10 í morgun. Að sögn aðstandenda tónleikanna eru 50 miðar eftir í verslun Skífunnar í Kringlunni, 60 miðar eru til í Skífunni í Smáralind og einhverjir miðar eru á leið til Akureyrar vegna mikils áhuga Norðanmanna á tónleikunum. Alls voru á sjötta þúsund miðar í boði.

Stór hópur fólks hafði safnast fyrir utan Skífuna á Laugavegi síðdegis í gær í þeim tilgangi að tryggja sér miða á tónleikana. Vel lá á unga fólkinu sem hafði sumt hvert gítar með í för og skemmti sér við söng í þeirri von að tíminn yrði fljótari að líða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka