Advertising Age mun McDonald's greiða röppurum 5 dali, eða jafnvirði rúmra 300 króna í hvert skipti sem lag þar sem nafn þessa hamborgara kemur fyrir er leikið.">
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald's er sögð hafa boðið rapptónlistarmönnum greiðslu fyrir að koma „Big Mac" að í textum sínum. Að sögn tímaritsins Advertising Age mun McDonald's greiða röppurum 5 dali, eða jafnvirði rúmra 300 króna í hvert skipti sem lag þar sem nafn þessa hamborgara kemur fyrir er leikið.
McDonald's segir, að bandaríski samningurinn endurspegli það aðdráttarafl sem hipp-hopp tónlist hefur á ungt fólk.
Á fréttavef BBC segir að þessi samningur sé gagnrýndur m.a. vegna þess að lögin muni höfða til barna og offita barna og unglinga sé orðið mikið áhyggjuefni víða um heim.
Svipuð markaðssetning hefur verið notuð áður til að ýta undir vörumerki á borð við Bentley, Porsche, Gucci og Dom Perignon. Meðal þeirra tónlistarmanna, sem vísað hafa til þekktra vörumerkja í textum sínum, eru Jay-Z, 50 Cent og Snoop Dogg.