„We Are The Champions“ besta lag í heimi

Hljómsveitin Queen.
Hljómsveitin Queen.

700.000 áhugamenn um tónlist víða um heim hafa valið lagið „We Are The Champions“ með bresku hljómsveitinni Queen sem besta lag í heimi. Lagið kom út á plötu hljómsveitarinnar News of the World árið 1977. Margir frambærilegir tónlistarmenn og hljómsveitir eru á lista yfir tíu bestu lög í heimi. Farsímaframleiðandinn Sony Ericsson stóð fyrir könnuninni og var hún liður í kynningu á nýjum farsímum fyrirtækisins.

Lagið „Toxic“ með nýbökuðu móðurinni og bandarísku söngkonunni Britney Spears var í öðru sæti en hið klassíska „Billie Jeans“ með Michael Jackson í því þriðja. Bandarísku rokkararnir í The Eagles verma fjórða sætið. Athygli vekur að Bítlarnir eru í 7. Sæti.

Dee Dutta, aðstoðarframkvæmdastjóri Sony Ericson, sagði sigurlagið ekki hafa komið sér á óvart. „We Are The Champions er alþjóðlegur stuðningssöngur á íþróttaviðburðum,“ sagði hún og bætti við, að klassísk rokklög séu tímalaus.

Listi Sony Ericsson yfir bestu lög í heimi eru sem hér segir:

1. „We Are The Champions“ – Queen
2. „Toxic“ - Britney Spears
3. „Billie Jean“ - Michael Jackson
4. „Hotel California“ - The Eagles
5. „La Tortura“ – Shakira
6. „Smells Like Teen Spirit“ – Nirvana
7. „Yesterday“ - The Beatles
8. „One“ - U2
9. „Imagine“ - John Lennon
10. „Sultans of Swing“ - Dire Straits

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir