Litadýrðin allt að því blindandi

Silvía Nótt, Pepe og Romario vinna við myndbandið.
Silvía Nótt, Pepe og Romario vinna við myndbandið. mbl.is/Brynjar Gauti

Tíundi áratugurinn er hinn nýi níundi áratugur," kvað vera þema myndbandsins við lagið „Til hamingju Ísland" en tökur á myndbandinu fóru fram í Loftkastalanum á miðvikudag. Litadýrð búninganna mun vera mikil og allt að því blindandi.

Eins og alþjóð er kunnugt er það Silvía Nótt sem flytur lagið í Evróvisjónkeppninni sem fram fer í Aþenu hinn 18. maí næstkomandi og þá fæst úr því skorið hvort framlag Íslendinga kemst áfram í lokakeppnina. Fjöldi fólks kom að gerð myndbandsins en þar má nefna Íslenska dansflokkinn og þá kumpána Pepe og Romario. Leikstjóri er Gaukur Úlfarsson en hann samdi einnig textann við lagið ásamt Silvíu Nótt.

Eftirvinnsla er þegar hafin og reiknað er með að myndbandið verði frumsýnt hér á landi um miðjan næsta mánuð.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka