Fékk Jamaíku-hreim eftir heilablóðfall

Lynda nokkur Walker, kona ein sem talað hefur með svokölluðum Geordie-hreim alla ævi, þ.e. hreim þeirra sem eru frá ákveðnu svæði í norðaustur-Englandi, fékk heilablóðfall og talar nú með Jamaíku-hreim. Walker þjáist af heilkennum sem kennd eru við erlendan hreim (e. Foreign accent syndrome)en talaði alla sína ævi með Geordie-hreim, í 60 ár.

Þegar hún komst til meðvitundar eftir að hafa fengið heilablóðfall í mars í fyrra talaði hún eins og innfæddur Jamaíkamaður. Walker sagði við dagblaðið Times að henni hefði liðið illa í fyrstu að tala svona þar sem henni hefði fundist hún vera önnur manneskja. Hún hefði ekki gert sér grein fyrir breytingunni sjálf fyrr en talþjálfari hefði leikið hljóðupptöku með henni talandi.

Þessi heilkenni hafa einungis verið greind 50 sinnum áður og er Walker nú til rannsóknar við háskóla í Newcastle á Englandi. Walker segir þetta líkt því að tapa hluta af sjálfsmynd sinni. Sky fréttavefurinn segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka