6 ástæður til að flytja til Íslands

Þótt við séum farin á hausinn er kannski ennþá eitthvað …
Þótt við séum farin á hausinn er kannski ennþá eitthvað eftirsóknarvert á Íslandi (C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Mikið hefur verið rætt um yfirvofandi brottflutning ungs fólks frá Íslandi vegna efnahagsástandsins. Bandaríski fréttavefurinn The Business Insider birtir hinsvegar í dag stutta úttekt sem gefur örlítið mótvægi við þessa umræðu. Þar eru taldar upp 6 góðar ástæður, að mati blaðsins, til að taka sitt hafurtask og flytja til Íslands.

„Íhugaðu þetta: Þau eru búin að fá sinn skell. Gjaldmiðillinn þeirra er nú þegar einskis virði, sem þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að eiga eftir að fara á hausinn. Ef þú býrð í Bandaríkjunum hefurðu stöðugar áhyggjur af því að Kínverjarnir vakni til lífsins, hætti að kaupa upp amerískar skuldir og eina lausnin verður að byrja að prenta seðla. Halló Weimar! Þetta virðist kannski langsótt, en það gæti gerst!“ segir á síðunni.

Næst eru talin upp atriði eins og þau að Íslendingar eigi sínar auðlindir. „Þegar allt kemur til alls, hvað þarftu meira en jarðvarma og fisk? Ókei þú þarft nettengingu líka, en þau hafa það.“

Þær staðreyndir að friður ríki á Íslandi og að hér séu fáir innflytjendur með innibyrgða reiði þykja líka aðlaðandi en rúsínan í pulsuendanum og lokahnykkurinn á röksemdafærslunni er samt þessi: „Íslendingar líta vel út.“ Svo kemur í ljós hvort Bandaríkjamenn taki sig til og flytji í stórum stíl til Íslands í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir