Coldplay gefur milljón pund

Breska hljómsveitin Coldplay.
Breska hljómsveitin Coldplay. Reuters

Meðlimir bresku rokkhljómsveitarinnar Coldplay hafa hjarta úr gulli ef marka má gjöf þeirra til góðgerðasamtakanna Kids Company, sem hjálpa börnum sem hafa á einhvern hátt orðið undir í lífinu.

Þeir Chris Martin, Jonny Buckland, Will Champion og  Guy Berryman ákváðu að gefa samtökunum eina milljón punda, jafnvirði um 200 milljóna króna, eftir að hafa heyrt sögur skjólstæðinga samtakanna.

Er haft eftir stofnandanum Camila Batmanghelidjh að þeir hafi verið verulega snortnir og viljað leggja sitt af mörkum til að vera með. Sagðist hún hafa haft á tilfinningunni að slík gjöf væri eitthvað sem þeir hefðu stefnt að frá byrjun ferils síns.

Batmanghelidjh sagði Coldplay menn hafa heimsótt margar starfstöðvar samtakann og stefni að því að bjóða eins mörgum börnum og þeir geta upp á tónlistarkennslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson