Á spítala fyrir hlutverk Jobs

Kutcher í Utah á dögunum.
Kutcher í Utah á dögunum. AFP

Asthon Kutcher lagði mikið á sig til að vera sem trúverðugastur sem Steve Jobs í kvikmyndinni um Apple-stofnandann. Lenti hann inni á spítala um tíma.

„Fyrir það fyrsta leiddi ávaxtakúrinn til vandamála,“ sagði Kutcher í viðtali við dagblaðið USA Today á dögunum. Undirgekkst hann strangan megrunarkúr í aðdraganda myndarinnar til að líkjast Jobs sem best. Þurfti leikarinn m.a. að leggjast inn á spítala um nokkurra daga skeið vegna kvala í kviðarholi skömmu áður en tökur á myndinni hófust.

Virðist sem starfsemi briskirtils leikarans hafi farið öll úr skorðum við breytinguna á mataræðinu, sem Kutcher segir hafa verið einkar ógnvænlegt, ekki síst í ljósi þess hverjum hann hafi verið að reyna að líkjast. Jobs lést sem kunnugt er í október 2011 eftir harða baráttu við krabbamein í brisi.

Þarf kjark til að halda áfram

Kutcher fór annars fögrum orðum um fyrirmyndina að hlutverki sínu í fyrrnefndu viðtali. Segist hann hafa tengt við frumkvöðulinn á ýmsum sviðum.

„Hann [Jobs] var þessi náungi sem „féll af baki“ um stund. Ég held að við getum öll tengt við slíkt á einhverjum tíma lífs okkar, þegar við erum á góðri siglingu með eitthvað en missum allt í einu dampinn,“ sagði hinn 34 ára leikari. „Það þarf kjark til að standa aftur upp og leggja til atlögu á ný,“ bætti hann við og vísaði þar til þess þegar Jobs settist aftur í forstjórastólinn hjá Apple, sem þá var í töluverðri lægð frá því hann hafði sagt skilið við fyrirtækið. Sagðist leikarinn vona að hann byggi yfir þessum sama eiginleika og Jobs gerði.

Kvikmyndin „jOBS“ verður frumsýnd á lokadegi Sundance-kvikmyndahátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Utah.

Ashton Kutcher sem Steve Jobs í kvikmyndinni um hinn síðarnefnda.
Ashton Kutcher sem Steve Jobs í kvikmyndinni um hinn síðarnefnda. STR
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren