Elskaði að vera á lausu

Mila Kunis segist hafa kunnað því el að að vera …
Mila Kunis segist hafa kunnað því el að að vera á lausu en hún hefur nú fundið ástina með Ashton Kutcher. AFP

Þrátt fyrir að vera í sambandi með einum heitasta leikara heims nú um stundir segist Mila Kunis hafa kunnað afar vel við að vera á lausu.

Kunis var einhleyp um fjögurra ára skeið áður en hún og Ashton Kutcher náðu saman. Parið þekktist fyrir en bæði léku í That '70s Show áður en þau fluttu sig yfir í kvikmyndirnar.

„Í fjögur ár var ég á lausu. Það var frábær tími, alveg frábær tími. Ég elska að vera á lausu,“ segir leikkonan í forsíðuviðtali nýjsta heftis Allure tímaritsins. Tekur hún reyndar einnig fram að hún kann líka afar vel við að vera í sambandi.

Eltihrellir á næstu hæð

Í viðtalinu tjáir Kunis sig einnig um óttann um eigið öryggi og sinna nánustu.

„Það er hægt að sjá hvað ég er að gera með því að fletta því upp á Internetinu, t.d. hvaða Starbucks-kaffihús og líkamsræktarstöð ég sæki [...] en slíkt getur boðið hættunni heim,“ segir hin 29 ára leikkona.  

Verður Kunis að teljast nokkur vorkunn en hún lenti í slæmu tilfelli árið 2012 þar sem 27 ára eltihrellir gerði henni lífið leitt um nokkurra mánaða skeið. Var viðkomandi handtekinn eftir að í ljós kom að hann var farinn að leigja íbúð fyrir ofan íbúð leikkonunnar auk þess sem hann stundaði að bíða eftir henni við líkamsræktarstöð sem hún sótti. Maðurinn hefur nú verið dæmdur í 10 ára nálgunarbann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren