Mun kenna börnunum rússnesku

Mila er ákveðin í að börn hennar læri rúsnesku.
Mila er ákveðin í að börn hennar læri rúsnesku. mbl.is/ Cover Media

Mila Kunis hefur þegar ákveðið hvernig hún vilji ala börn sín upp í framtíðinni að hluta.

Leikkonan tjáir sig um heima og geima og ekki síst barnauppeldi í í viðtali við nýjasta tölublað Marie Claire. Kærastinn Ashton Kutcher er þó þar undanskilinn en hún hefur ekki viljað ræða hann sérstaklega.

„Börnin mín munu kunna rússnesku. Þau munu líklega ganga í rússneskan forskóla,“ sagði leikkonan 

Mila sjálf er tvítyngd en hún flutti sjö ára að aldri til Bandaríkjanna frá Úkraínu. Talar hún móðurmálið rússnesku enn í dag t.d. við ömmur sínar og afa, og vill gjarnan að börn hennar haldi þessum tengslum við gamla föðurlandið.

Hvað móðurhlutverkið varðar segist leikkonan líta mikið upp til þeirra leikkvenna sem hafa náð að sameina fjölskylduhlutverkið og framann og vonast einn daginn til að feta í fótspor þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren