Passar betur upp á einkalífið

Ashton Kutcher mun passa betur upp á prívatlífið í framtíðinni.
Ashton Kutcher mun passa betur upp á prívatlífið í framtíðinni. PictureGroup / Rex Features

Ashton Kutcher segist hafa lært af reynslunni og mun ekki vera jafn iðinn við að deila lífi sínu með fólki á samfélagsmiðlum í framtíðinni.

„Af biturri reynslu hef ég lært hversu mikils virði einkalífið er,“ segir leikarinn í viðtali við nýjasta tölublað ELLE. Bætti hann við að betur færi á að halda ýmsum hlutum utan sviðsljóssins, þar ekki síst ástarsamböndum.

Þekkt er að leikarinn og fyrrum kona hans, Demi Moore, voru ófeimin við að leyfa aðdáendum að fylgjast með einkalífi þeirra á samfélagsmiðlum hér áður fyrr. Nú er hann hins vegar með Milu Kunis, sem er minna fyrir athyglina umfram það sem frami hennar krefst, og virðist hann ákveðinn í að taka hana sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Hefur parið til dæmis ekki enn staðfest opinberlega að þau séu saman, þrátt fyrir að það fari ekki á milli mála.

„Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi felst til að halda þessu sambandi prívat,“ bætti Kutcher við og sagði fólk og fjölmiðla hvort sem er myndu fylla í eyðurnar eins og þeir vildu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren