Deila um 10 milljóna dala hlut

Demi Moore og Ashton Kutcher á meðan allt lék í …
Demi Moore og Ashton Kutcher á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Reuters

Asthon Kutcher og Demi Moore hefur ekki enn náð saman um skilnaðarpappírana Deila þau m.a. um 10 milljóna dala eign leikarans í fjárfestingarsjóði.

Samkvæmt heimildum New York Post hafa samningaviðræður um uppgjör eigna þeirra gengið treglega, ekki síst eftir að leikkonan fór fram á hlutdeild í hagnaði Kutchers af eign hans í fjárfestingasjóðnum A-Grade.

Fjárfestingasjóðinn á Kutcher í félagi við umboðsmann Madonnu, Guy Oseary, og milljarðamæringinn Ron Burkle. Sérhæfir félagið sig í fjárfestingum í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum og er talið hafa hagnast mikið á undanförnum árum.

„Ashton setti A-Grade á fót með Oseary og Burkle árið 2010, á meðan hann og Demi voru enn saman,“ hefur blaðið eftir heimildamanni sínum. Segir sá að á meðan Kutcher haldi því fram að félagið hafi lítið sem ekkert hagnast, hefur komið í ljós að hann og meðeigendur hans kynna félagið fyrir fjárfestum sem 100 milljóna dala virði. Þar sem Kutcher á 20% hlut í félaginu ætti Moore þar af leiðandi rétt á hlut að virði 10 milljóna dala.
Samningaviðræður standa yfir og er vonandi að lausn finnist í málinu hið fyrsta. Hafa viðræðurnar staðið yfir allt frá því í nóvember 2011 þegar fyrst var tilkynnt um skilnaðinn. Hafði parið þá verið gift um sex ára skeið eða frá árinu 2005.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren