Kötturinn þinn er fífl

Stórhættulegur þessi

Bloggarinn Renee Jacques sem skrifar fyrir Huffington Post hefur tekið saman lista sem sýnir vísindalegar ástæður þess að kettir, þrátt fyrir að vera sætir og mjúkir, eru algjör fífl.

Atriði úr listanum, sem gæti valdið kattarfólki óróa, birtist hér að neðan. Ýtarlegri útskýringar er hægt að finna hér

1. Kötturinn þinn heyrir í þér og þekkir rödd þína en gerir samt ekki það sem þú biður hann um.

2. Kötturinn þinn hatar að kúra.

3. Kötturinn þinn nuddar sér upp við þig til þess að sýna að hann á þig, ekki af því að honum líki vel við þig.

          Lykt kattarins nuddast á þig og þú verður eign hans.

4. Kettir eru ekki einu sinni það gáfaðir.

5. Ást þín á köttum gæti gert þig að brandara, viltu verða kölluð kattarkona?

            Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2009 eru 80% kattaeiganda kvenkyns

6. Ef þú deyrð hikar kötturinn þinn ekki við að éta þig.

            Samkvæmt rannsókn frá árinu 1992 bíða kettir í mesta lagi tvo daga þar til þeir  gæða sér á nýlátnum eiganda sínum

7. Kettir drepa.

8. Kötturinn þinn lætur þig þrífa upp eftir sig eitraðan kúk.

            Í hægðum katta þrífst sníkjudýrið Toxoplasma gondii sem getur í sumum tilvikum valdið sjúkdómnum toxoplasmosis. Hjá flestum einkennist þetta af flensu en hjá þeim sem eru með veikt ónæmiskerfi getur txoplasmosis leitt til dauða.

9. Kettir mala til þess að stjórna þér.

10. Kettir þrífa sig til þess að losna við mannalyktina sem eigandinn treður á þá.

Tekið skal þó fram að Monitor elskar ketti.      

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir