Kunis og Kutcher trúlofuð

Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis
Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis EPA

Leikkonan Mila Kunis og leikarinn Ashton Kutcher eru trúlofuð samkvæmt fréttum ýmissa fjölmiðla. Kunis sást með risastóran demantshring í gær og reyndi ekkert að fela dýrgripinn fyrir ljósmyndurum.

Á vef Daily Mail í dag er vísað til frétta á bæði E! og People sem fylgjast grannt með öllu sem gerist í lífi fræga fólksins.

Samkvæmt <a href="http://www.dailymail.co.uk/tvshowbiz/article-2569828/Mila-Kunis-flashes-engagement-ring-new-report-surfaces-shes-engaged-Ashton-Kutcher.html" target="_blank">Daily Mail</a> sást Kunis, sem meðal annars lék í Black Swan, Forgetting Sarah Marshall og <span class="news-frettatexti">That '70s Show, með undurfagran demantshring á hendi í búðarrölti í gær. <br/></span>

<span class="news-frettatexti">E! hefur eftir heimildarmönnum að þau séu byrjuð að undirbúa hjónavígslu en þau Kunis og Kutcher hafa verið saman í tvö ár. Þau hafa hins vegar þekkst mun lengur og léku saman í </span>

That '70s Show á sínum tíma.

<br/>

Á miðvikudag birti Kunis á Instagram mynd af sér og Kutcher þar sem þau brosa breitt og skrifar hún undir myndina: I love you @kutcher78.

Ítrekað hafa verið birtar fréttir af mögulegri trúlofun þeirra og ekki er langt síðan formlega var gengið frá skilnaði Kutchers og leikkonunnar Demi Moore. Hann byrjaði að hitta Kunis skömmu eftir að slitnaði upp úr sambandi Moore og hans en þau gengu í hjónaband í september 2005. Það var síðan í september 2011 sem Moore greindi frá því að þau væru að skilja.

Mila Kunis
Mila Kunis AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren