Hin sögufræga Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram laugardaginn 5. apríl hvað sem tautar og raular um verkfall kennara. Söngkeppnin verður haldin í Hofi á Akureyri og verður mikið um dýrðir en á næstu dögum mun Monitor kynna keppendur fyrir lesendum með stuttum myndböndum.
Að þessu sinni sendir Menntaskólinn á Ísafirði Salóme Katrínu sem fulltrúa sinn í söngkeppnina en hún hyggst flytja lagið „Blue Velvet“. Hún viðurkennir að hafa enn ekki fyllilega ákveðið hvaða útgáfu hún hyggst byggja flutning sinn á. Hún segist hafa hlustað mikið á lagið í flutningi Bobbys Vinton og að sú útgáfa sé voðalega væmin en henni þyki þó vænt um hana.