Seldi piparsveinsíbúðina

Ashton Kutcher og Mila Kunis.
Ashton Kutcher og Mila Kunis. mbl.is/EPA

Ashton Kutcher hefur selt piparsveinsíbúðina sína fyrir um tíu milljónir bandaríkjadollara, eða um einn milljarð íslenskra króna, að því er tímaritið The Times greinir frá.

Leikarinn hefur selt glæsihýsi sitt en húsið var byggt árið 2006, er á þremur hæður og hefur glæsilegt útsýni yfir Hollywood Reservoir og sést glitta í Hollywood-skiltið ásamt því að eigninni fylgir tvö þúsund fermetra einkalóð.

Á heimilinu má meðal annars finna fimm svefnherbergi, átta baðherbergi, lyftu, líkamsræktarstöð, sauna, vínkjallara, spa og sundlaug.

Unnusta Ashton Kutchers, leikkonan Mila Kunis, er ólétt af þeirra fyrsta barni saman en hún hefur einnig sett hús sitt á sölu. Á húsið eru settar fjórar milljón bandaríkjadollara, eða nær fimm hundruð milljónir íslenskra króna.

Heimili Milu Kunis er einnig í Hollywood Hills en á heimilinu eru fimm svefnherbergi, fimm baðherbergi, bíósalur, sundlaug og heitur pottur.

Fréttir af sölu þeirra beggja á eignum sínum kemur í kjölfar þeirra frétta að þau hafa fest kaup á húsi saman sem kostaði yfir tíu milljónir bandaríkjadollara, eða rétt yfir milljarð íslenskra króna.

Nýja glæsihýsi þeirra hjóna er í Beverly Hills á stað sem hefur nægt öryggi og mun veita þeim næði.

Talið er að Mila Kunis og Ashton Kutcher muni eignast barnið í næsta mánuði en þau eiga von á stúlku.

Mila Kunis og Ashton Kutcher byrjuðu saman fyrir tveimur árum en þau léku saman í sjónvarpsþáttunum That ‚70s Show sem stóðu frá 1998 til ársins 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren