MR fór með sigur af hólmi

Karólína bar sigur úr býtum.
Karólína bar sigur úr býtum. mbl.is/Golli

Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, fór með sigur af hólmi í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Reykjavík í kvöld.

Hún söng lagið Go Slow með Haim og sungu þær Guðrún Ýr Eyfjörð, Kristín Björg Björnsdóttir og Melkorka Davíðsdóttir bakraddir.

Í öðru sæti varð Borgarholtsskóli og var það Aron Hannes Emilsson sem söng lagið Forrest Gump eftir Christopher Breaux & James Ho.

Í þriðja sæti keppninnar hafnaði síðan Saga Matthildur Árnadóttir sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ, en atriðið hennar var jafnframt valið það vinsælasta í símakosningu.

Úrslitin fóru fram í myndveri Sagafilm á Laugavegi 176 og voru í beinni útsendingu á RÚV.

Dómnefndina skipuðu þau Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast, Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og Krummi Björgvinsson.

Full­trú­ar 29 framhaldsskóla reyndu með sér um miðjan dag og komust tólf í úr­slit. Meðfylgjandi er syrpa með mynd­um frá undankeppninni fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka