„Skósíðir, milliþunnir bómullarfrakkar“

Ef HeForShe herferð UNWomen hefur farið fram hjá einhverjum síðustu daga þá er mjög líklegt að viðkomandi hafi rekið augun í hana í sjónvarpinu í gær.

Að þessu sinni voru það Björgvin Halldórsson, Bjarni Arason og Friðrik Ómar Hjörleifsson sem birtust í sérstöku Eurovision myndbandi herferðarinnar - Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti sem sýnt var í auglýsingahléi í fyrri undankeppni ársins. Í myndbandinu viðra þeir ólíkar hugmyndir sínar um frakkana sem dansarar Selmu Björnsdóttur klæddust þegar hún flutti lagið „All Out Of Luck“ árið 1999 í keppninni.

Myndbandið má sjá hér að neðan auk myndbands sem sýnir atriði Selmu í Eurovision árið 1999.

Herferðin miðar að því að hvetja karlmenn sérstaklega til að taka virkan þátt í jafnréttisbaráttunni og skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women. Með mánaðarlegu framlagi til UN Women er stutt við fræðslu í eþíópískum skólum sem miðar að því að stöðva þvinguð hjónabönd, eina athvarfið í Kambódíu fyrir konur sem lifað hafa af sýruárásir styrkt, stuðlað að uppsetningu fleiri ljósastaura við strætóskýli og almenningsklósett í Nýju Delí og þannig dregið úr ofbeldi gegn konum og stúlkum svo dæmi séu nefnd.

Herferðin stendur yfir  dagana 11. – 26. maí og hægt er að skrá sig á www.heforshe.is

Hér má svo sjá umrædda frakka. Já krakkar, svona dansaði fólk í alvöru á tíunda áratugnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen