30 kröfum í dánarbú Prince vísað frá

Auðæfi Prince eru metin á um 300 milljónir Bandaríkjadala.
Auðæfi Prince eru metin á um 300 milljónir Bandaríkjadala. AFP

Dómari í Minnesota í Bandaríkjunum hefur vísað frá málum 30 einstaklinga sem héldu því fram að þeir ættu kröfu í dánarbú tónlistarmannsins Prince. Hann fyrirskipaði hins vegar að sex skyldu gangast undir erfðapróf.

Þeir sem þurfa að heimila erfðapróf til að geta gert kröfu í búið eru Tyka Nelson, systir tónlistargoðsins, þrjú hálfsystkini; Sharon Nelson, Norrine Nelson og John Nelson, og Briana Nelson og Victoria Nelson, sem sagðar eru frænkur Prince.

Ekki liggur fyrir hvers vegna dómarinn fór ekki fram á erfðapróf vegna Omars Bakers né Alfreds Jacksons, sem sagðir voru hálfbræður Prince í skjölum þar sem farið var fram á að skiptaráðandi yrði skipaður fyrir dánarbúið.

Í úrskurði Eides kemur hins vegar fram að hann sé ekki meðvitaður um að uppi sé ágreiningur um að öll meint systkin eða hálfsystkin Prince eigi lögmæta kröfu í búið.

Tónlistarmaðurinn lést 21. apríl sl. af völdum ofskömmtunar. Hann átti engin börn á lífi né hafði hann gert erfðaskrá.

Erfðapróf hefur þegar leitt í ljós að fangi í Colorado, sem sagðist sonur Prince, er það ekki. Á meðal annarra sem höfðu gert kröfu í dánarbúið en dómarinn hafnaði voru fimm aðrir einstaklingar sem héldu því fram að þeir væru afkomendur Prince.

Þá voru einnig nokkrir sem byggðu kröfu sína á því að faðir Prince, John L. Nelson, væri í raun alls ekki faðir hans.

Ítarlega frétt má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka