Var hlutgerð og smánuð í Hollywood

Mila Kunis segist hafa verið hótað að hún fengi aldrei …
Mila Kunis segist hafa verið hótað að hún fengi aldrei aftur vinnu í Hollywood nema að hún myndi sitja fáklædd fyrir í tímariti. AFP

Leikkonan Mila Kunis hefur greint frá því að hún hafi þurft að þola karlrembu og kvenhatur í starfi sínu sem leikkona. Kunis greindi jafnframt frá því að karlkyns kvikmyndaframleiðandi hefði hótað henni að hún fengi aldrei aftur vinnu í Hollywood nema hún sæti fáklædd fyrir.

„Ég var öskuill, mér fannst ég vera hlutgerð og í fyrsta skipti á ferli mínum sagði ég nei,“ skrifaði Kunis í færslu sem birtist á bloggsíðunni A Plus, sem eiginmaður hennar Ashton Kutcher heldur úti.

„Og vitið þið hvað, heimurinn fórst ekki. Kvikmyndin halaði inn fullt af peningum og ég fékk aftur vinnu í Hollywood. Og aftur og aftur og aftur.“

Kunis segist oftsinnis hafa verið vanvirt, hunsuð og fengið lægri laun en karlkyns kollegar hennar. Þá segir hún að fyrst um sinn hafi hún reynt að láta fólk njóta vafans, en að lokum fór hún að tileinka sér leikreglur „strákaklúbbsins“, sem hún kallar svo. Að lokum ákvað hún þó að láta ekki bjóða sér slíka framkomu.

„Því eldri sem ég varð, og því lengur sem ég starfaði í bransanum, komst ég betur að því að þetta er kjaftæði. Og það sem verra er, ég var samsek í því að leyfa þessu að gerast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen