Tilbúin að ganga með barn dóttur sinnar

Kris Jenner myndi gera ansi margt fyrir börnin sín.
Kris Jenner myndi gera ansi margt fyrir börnin sín. mbl.is/AFP

Kris Jenner sagði í síðasta þætti af Keeping up with the Kardashians að hún væri tilbúin að ganga með barn fyrir dóttur sína, Kim Kardashian en komið hefur fram að raunveruleikastjarnan getur ekki gengið með fleiri börn. 

Samkvæmt E! Online fór hin 61 árs gamla Jenner til læknis og kom þar í ljós að hún gæti ekki gefið egg en hún gæti hins vegar enn þá gengið með barn. „Ef ég myndi virkilega halda að ég gæti gengið með það fyrir þig og það mundi fæðast heilbrigt, þá mundi ég gera það,“ sagði Jenner eftir að Kim Kardashian spurði hana hvort hún væri tilbúin að ganga með sitt barn. 

Kourtney Kardashian, eldri systir Kim Kardashian, benti þá á að hún hefði boðið sig fram til að ganga með barnið en hún á sjálf þrjú börn. 

Kim Kardashian vill eignast annað barn en getur ekki gengið …
Kim Kardashian vill eignast annað barn en getur ekki gengið með það sjálf. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir