Neil Diamond með Parkinson

Neil Diamond.
Neil Diamond. AFP

Tónlistarmaðurinn Neil Diamond greindi frá því í gær að hann hafi verið greindur með Parkinson-sjúkdóminn og myndi ekki taka þátt í fleiri tónleikaferðalögum. Hann hefur því hætt við tónleikaferðalag um Ástralíu og Nýja-Sjáland.

Diamond, sem verður 77 ára á morgun, segir að þrátt fyrir þetta muni hann halda tónsmíðum áfram og upptökum. 

Hann segir að það séu mikil vonbrigði að þurfa að hætta að koma fram á tónleikum en hann fagnar 50 ára ferli um þessar mundir.

Meðal þekktra laga Diamon er lagið Sweet Caroline og vísaði hann í það lag þegar hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir samfylgdina undanfarna áratugi. Lög eins og Girl, You'll Be a Woman Soon og Cracklin' Rosie hafa einnig notið gríðarlegra vinsælda.

Diamond hætti námi við  New York háskólann á sínum tíma til þess að geta einbeitt sér að lagasmíðum en hann samdi fyrir hljómsveitir eins og The Monkees á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant