„Ein hryllilegustu mistök lífs míns“

Tarantino sér mikið eftir því að hafa ekki kannað veginum …
Tarantino sér mikið eftir því að hafa ekki kannað veginum betur sem hann lét Thurman keyra eftir. AFP

Leikstjórinn Quentin Tarantino sagði í viðtali við Deadline Hollywood, að það að láta leikkonuna Umu Thurman sjálfa keyra blæjubíl við tökur á kvikmyndinni Kill Bill, í stað þess að fá áhættuleikara, væri eitt af því sem hann sæi mest eftir í lífinu. Bílferðin endaði með því að Thurman keyrði á pálmatré og slasaðist, en hún kennir sér enn meins í hnjám og hálsi.

Í viðtalinu sagðist Tarantino sjálfur hafa prufukeyrt bílinn á veginum sem Thurman keyrði eftir, en hún keyrði hins vegar í öfuga átt við hann. Sagðist hann ekki hafa gerst sér grein fyrir því að sveigja væri á veginum á hinni akreininni, sem varð til þess að Thurman missti stjórn á bílnum, með fyrrgreindum afleiðingum.

„Ég hugsaði með mér að þetta væri beinn vegur og að ég þyrfti ekki að keyra hann aftur og kanna hvort allt væri í lagi, þrátt fyrir að hún myndi keyra í hina áttina. Þetta eru ein mestu mistök lífs míns. Sem leikstjóri er ég alltaf að læra og stundum verður maður að læra af hryllilegum mistökum. Þetta voru ein hryllilegustu mistök lífs míns.“

Thurman sagði í viðtali við New York Times um helgina að Tarantino hefði þrýst á hana að keyra bílinn, sem hún taldi óöruggan. Þá birti hún myndir af árekstrinum á mánudag.

Tarantino sagðist hafa hugsað með sér að þetta yrði ekkert mál fyrir hana. „Ég neyddi hana ekki inn í bílinn. Hún fór inn í bílinn af því hún treysti mér. Ég sagði henni að þetta væri öruggt. En þetta var það ekki. Mér skjátlaðist.“ Hann bætti svo við að það hefði verið hræðileg upplifun að vera vitni að árekstrinum. „Þetta hafði áhrif á vinskap okkar Umu næstu tvö eða þrjú árin á eftir. Við töluðum alveg saman, en sambandið hafði brostið.“

Eftir að viðtalið við Tarantino hafði birst skrifaði Thurman á Instagram síðu sína að hún væri stolt af honum fyrir að gera rétt, en hann hafði látið henni í té upptökurnar af árekstrinum svo hún gæti farið yfir þær sjálf. Framleiðslufyrirtækið Miramax, sem var í eigu Harvey Weinstein, neitaði á sínum tíma að afhenda henni upptökuna nema hún skrifaði undir samning þar sem hún fríaði fyrirtækið ábyrgð á slysinu. Thurman neitaði því hins vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler