Kristín Sif neitaði að gelta í dáleiðslunni

Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif í þættinum Ísland …
Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif í þættinum Ísland vaknar. Mynd/K100

Jón Víðis Jakobsson dáleiddi Kristínu Sif í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Í hvert skipti sem nafnið hennar var nefnt rétti hún upp hægri höndina. Hún var þó ekki tilbúin að gelta þegar orðið „dáleiðsla“ var nefnt, en það var uppleggið. Í staðinn fékk Kristín Sif hroll í hvert sinn sem það var reynt líkt og sjá má á upptöku morgunsins. 

Þarf stundum nokkrar atrennur

Jón fer fyrir Dáleiðsluskólanum og hjálpar fólki til að líða betur með dáleiðslu. Þannig hefur hann hjálpað fólki að komast yfir flughræðslu, grennast og margt fleira. Hann segir stundum þurfa nokkrar atrennur og að það sé miserfitt að dáleiða fólk líkt og það er að svæfa börn.

Dagsformið ræður úrslitum

„Það er miserfitt. Þannig að ef viðkomandi er tilbúin að fara í dáleiðsluástand þá er þetta ekkert mál,“ segir Jón og bendir á að dagsformið ráði úrslitum um hvernig tekst til. Hann segir Kristínu hafa verið mjög móttækilega. Sjón er sögu ríkari í þetta sinn og má sjá viðbrögð Kristínar í upptökunni hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson