Verðandi Íslandsvinur sló í gegn

Stormzy á Brit-hátíðinni í gær.
Stormzy á Brit-hátíðinni í gær. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Stormzy kom sá og sigraði, sjálfum sér nokkuð að óvörum, á Brit-verðlaunahátíðinni í gær. Var hann valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin besta breska platan. Þar með skaut hann hinum gríðarvinsæla Ed Sheeran ref fyrir rass í báðum þessum verðlaunaflokkum.

Stormzy steig svo á svið í lokaatriði hátíðarinnar og notaði tækifærið og gagnrýndi viðbrögð stjórnvalda við harmleiknum er Grenfell-turninn í London brann og tugir fórust.

Sheeran fór þó ekki tómhentur heim. Hann fékk verðlaun fyrir alþjóðlegan árangur, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Dua Lipa var valin tónlistarkona ársins og fékk einnig verðlaun fyrir skjótan frama í tónlistinni. Gorillaz var valin besta hljómsveitin.

Tónlistarkonan Dua Lipa tók yngri systkini sín með sér á …
Tónlistarkonan Dua Lipa tók yngri systkini sín með sér á svið er hún tók við verðlaunum sínum í gær. AFP

Tónlistargagnrýnendur eru sammála um að Stormzy hafi átt sviðið í gærkvöldi. Hann faldi andlitið í höndum sínum er hann kom á svið til að taka við fyrri verðlaununum og féll kylliflatur er hann hlaut þau síðari. 

Plata hans Gang Signs And Prayer er fyrsta grime-tónlistarplatan til að komast í fyrsta sæti breska vinsældarlistans. „Ég hef aldrei unnið að öðru eins í lífinu,“ sagði hann um plötuna. 

Er hann flutti svo lag í lok hátíðarinnar notaði hann tækifærið til að koma áleiðis skilaboðum til breska forsætisráðherrans: „Jó! Theresa May, hvar eru peningarnir fyrir Grenfell?“ rappaði hann. „Hvað, heldurðu að við myndum bara gleyma Grenfell?“

Ed Sheeran, sem naut gríðarlegrar velgengni á síðasta ári sagði fyrir hátíðina að hann vonaðist eftir því að Stormzy fengi verðlaun fyrir bestu plötuna. „Ég held að hann hafi gert plötu ársins.“

Stormzy gengur á svið og tekur við verðlaunum sem besti …
Stormzy gengur á svið og tekur við verðlaunum sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant