„Ótrúlega góð tilfinning“

Tómas og Adina Pintilie leikstjóri (t.v.) taka á móti verðlaununum …
Tómas og Adina Pintilie leikstjóri (t.v.) taka á móti verðlaununum ásamt öðrum leikurum myndarinnar. AFP

„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Þetta eru með virtari verðlaunum sem eru veitt í þessum bransa, svo það er ekki annað hægt,“ segir Tómas Lemarquis leikari. Kvikmyndin Snertu mig ekki (Tocuh Me Not), þar sem Tómas leikur aðalhlutverk, vann Gullbjörninn sem besta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem lauk í dag.

Tómas hefur áður unnið til verðlauna í Berlín, en árið 2004 var hann útnefndur rísandi stjarna (e. shooting star), verðlaun sem veitt eru tíu ungum leikurum í tengslum við Berlínarhátíðina. Tómas segir tilfinninguna nú allt aðra. Þótt shooting stars verðlaunin séu góð og geri mjög vel í að kynna unga leikara séu verðlaunin á kvikmyndahátíðinni sjálfri stærri.

Tómas á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Berlín, fyrr í vikunni.
Tómas á blaðamannafundi á kvikmyndahátíðinni í Berlín, fyrr í vikunni. AFP

Leikstjóri myndarinnar er hin rúmenska Adina Pintilie. Hún leitaði leikara í mörgum löndum Evrópu, meðal annars Rúmeníu, Frakklands, Þýskalands, Tékklands og Búlgaríu. Maður í Þýskalandi, sem sér um að hafa uppi á leikurum, hafi bent á Tómas og hann þá farið í prufu, sem endaði með því að hann fékk hlutverkið.

Aðspurður segir Tómas að myndin eigi væntanlega eftir að koma fram á öðrum kvikmyndahátíðum á næstunni. „Yfirleitt opna svona myndir dyr að mörgum hátíðum. Ég veit um nokkrar hátíðir sem eru spenntar, en það er ekkert búið að gefa upp opinberlega,“ segir Tómas að lokum.

Ekki er enn víst hvenær myndin verður frumsýnd á Íslandi, en ekki er ólíklegt að það verði á Riff, reykvísku kvikmyndahátíðinni, sem haldin verður í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson