Schwarzenegger í hjartaaðgerð

Arnold Schwarzenegger. Ástand hans er sagt vera stöðugt en erfiðleikar …
Arnold Schwarzenegger. Ástand hans er sagt vera stöðugt en erfiðleikar komu upp er hann var í hjartaaðgerð í gær. AFP

Fyrrverandi leikarinn og ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, er nú á sjúkrahúsi í Los Angeles þar sem hann undirgekkst hjartaaðgerð að því er BBC greinir frá.  

Ástand Schwarzeneggers, sem er sjötugur, er sagt vera stöðugt. Erfiðleikar eru hins vegar sagðir hafa komið upp er hann var í aðgerð á Cedars-Sinai-sjúkrahúsinu í gær.

Scwharzenegger hefur áður farið í hjartaaðgerð, en árið 1997 þegar hann var fimmtugur var gerð aðgerð á honum til að laga galla í hjartaloku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant