Enginn vill gangast við glæpnum

María Reyndal, leikstjóri og handritshöfundur Mannasiða.
María Reyndal, leikstjóri og handritshöfundur Mannasiða. Haraldur Jónasson/Hari

María Reyndal er leikstjóri og handritshöfundur nýrrar sjónvarpsmyndar, Mannasiða, sem verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV á páskadag og annan í páskum. Handritið byggði hún á útvarpsleikriti sem hún skrifaði og leikstýrði fyrir Útvarpsleikhús Rásar 1 sem flutti verkið í fyrra.

Í Mannasiðum segir af 19 ára menntaskólanema sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni. Hann neitar sök en sagan fer eins og eldur í sinu um skólann því stúlkan segir frá hinni meintu nauðgun á samfélagsmiðlum. 


„Við vitum ekki hvað gerðist og áhorfendur eru, eins og svo oft í svona málum, að reyna að átta sig á hvað hefur raunverulega gerst milli þeirra því þau eru bara tvö til frásagnar og hafa ólíka upplifun af því sem gerðist,“ segir María, í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, um umfjöllunarefni myndarinnar og að sjónum sé beint að afleiðingum ásökunarinnar á báðar aðalpersónurnar, hinn meinta geranda og þolanda og nánustu ættingja og vini beggja.

Stilla úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum sem sýnd verður í tveimur hlutum, …
Stilla úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum sem sýnd verður í tveimur hlutum, á páskadag og annan í páskum.

Hver er upplifun drengja?
En hvers vegna ákvað hún upphaflega að skrifa verk um þetta efni? „Nokkur kynferðisbrot voru mikið í umræðunni þá og mér fannst umræðan um þau mjög undarleg og tregðan í kerfinu. Ástæðan fyrir því að ég fór af stað var að mig langaði að vita hver væri upplifun drengja, langaði að kafa ofan í hana af því hún var ekkert til umræðu og er eiginlega bara að byrja núna. Við heyrum sögur stúlkna og kvenna af þessum málum og erum sem betur fer farin að skilja og átta okkur á því hvað gerist þar en hinum megin er þetta svolítið lokuð bók. Og þar liggur kannski vandinn í þessum málum,“ segir María.
–Er þetta tabú?
„Já, það vill enginn gangast við því að vera gerandi og ekki heldur aðstandendur og við erum með mjög brenglaða sýn á gerendur, einhverjar hugmyndir um þá sem óþekkt skrímsli,“ svarar María og að fólk verði að reyna að átta sig á því hvaða drengir og karlar séu á bak við allar þessar #metoo-sögur.

Tók fjölda viðtala
María vann mikla rannsóknarvinnu fyrir útvarpsverkið á sínum tíma. „Ég tók fullt af viðtölum við fórnarlömb kynferðisbrota og fjölskyldur gerenda og meintra gerenda,“ segir hún. Hún hafi reynt eftir fremsta megni að fá viðtöl við gerendurna sjálfa en enginn hafi þorað það og segir María að þessi ótti sé hluti af vandamálinu. Einn maður hafi stigið fram opinberlega hér á landi, Tom Stranger, sem gekkst við því að hafa nauðgað rithöfundinum og leikskáldinu Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar þau voru á unglingsaldri. Hann axlaði sína ábyrgð og kom fram með Þórdísi og ræddi með opinskáum hætti um brot sitt og afleiðingarnar af því. „Ég held að það sé hrikalega erfitt að vera yfirlýstur nauðgari og ég held að hluti af vandamálinu hjá okkur sé að við eigum svo erfitt með að gangast við þessum glæp, reyna að skilja hann og átta okkur á hvað liggur að baki honum. Við viljum helst ekki gera það, viljum helst ýta þessu frá okkur,“ segir María.

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út í dag, 31. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson