Katrín komin á fæðingardeildina

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge hefur verið lögð inn á fæðingardeild St Mary's sjúkrahússins í London. Hún á nú von á þriðja barni sínu og Vilhjálms Bretaprins.

Katrín átti eldri börnin sín þau Georg og Karlottu einnig á þessari sömu fæðingardeild.

Katrín tók sér frí frá konunglegum skyldum sínum 22. mars. Barnið sem nú er á leiðinni í  heiminn verður það sjötta í erfðaröðinni að bresku krúnunni og sjötta langömmubarn Elísabetar Englandsdrottningar.

Konungshöllin tilkynnti í október að Katrín og Vilhjálmur ættu von á sínu þriðja barni. Katrín er 35 ára gömul. 

Frétt BBC.

Verið aöð koma upp girðingum fyrir framan sjúkrahúsið í London …
Verið aöð koma upp girðingum fyrir framan sjúkrahúsið í London þar sem þriðja barn Katrínar og Vilhjálms mun koma í heiminn. Von er á fjölmörgum fjölmiðlamönnum að fylgjast með fréttum af fæðingunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson