Hvað gerir atvinnulaus miðaldra kona?

Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Svartalogn, nýtt leikverk byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur veðrur frumsýnt í kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Höfundur leikgerðar er Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason.

Leikverkið fjallar um Flóru Garðarsdóttur sem kemur óvænt í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum um hávetur. Verkefnið sem hún er búin að taka að sér er að mála gamalt hús að innan. 

Flóru finnst hún hafa glatað öllu sem áður gaf lífi hennar gildi. Hún er að nálgast sextugt, hefur misst atvinnuna, er nýlega fráskilin og börnin eru uppkomin. En mitt í öllu vetrarmyrkrinu kynnist Flóra konum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á hana, ástríðufulla tónskáldinu Petru, gömlu kvenréttindakonunni Guðrúnu og tveimur ungum pólskum verkakonum. Tónlistarástríðan leiðir þessar ólíku konur saman á óvæntan hátt, en allar hafa þær þurft að glíma við mikið mótlæti í lífinu. Smám saman er eins og Flóra byrji að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. Getur verið að henni sé ætlað nýtt hlutverk?

Tónlistina í sýningunni semja tékkneski óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová, sem er búsett hér á landi, og Sturla Mio Þórisson. Elva Ósk Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk í sýningunni, en alls leika tíu leikarar í verkinu.

Ljósmynd/Hörður Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant