Whitney sögð hafa verið misnotuð í æsku

Whitney Houston og Bobby Brown áttu í stormasömu sambandi. Í …
Whitney Houston og Bobby Brown áttu í stormasömu sambandi. Í nýrri heimildamynd er fullyrt að hún hafi verið misnotuð í æsku. mbl

Söngkonan Whitney Houston var misnotuð af frænku sinni er hún var barn. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd um söngkonuna sem frumsýnd var í Cannes í dag.

Heimildamyndin Whitney var framleidd með aðstoð fjölskyldu söngkonunnar og er það Mary Jones, aðstoðarmaður Houston og sem söngkonan kallaði „Mary frænku“, sem greinir frá því að frænka Houston soul tónlistarkonan Dee Dee Warwick hafi misnotað hana.

Það var Jones sem fann Houston meðvitundarlausa í baðkarinu kvöldið sem hún lést. Hún segir söngkonuna heldur aldrei hafa geta sæst við eigið kynferði.  AFP-fréttastofan segir misnotkunina og afneitun á eigin kynvitund kunna að varpa nýju ljósi á það af hverju Houston ánetjaðist eiturlyfjum og lést árið 2012 er hún var 48 ára gömul.

Samband Houston og rapparans Bobby Brown og eyðileggjandi áhrif þess eru einnig tekin fyrir í myndinni. Segir Brown í myndinni að eiturlyf hafi ekki haft neitt með andlát Houston að gera. Dánardómstjóri segir fíkniefni engu að síður hafa átt þátt í dauða hennar.

Dee Dee Warwick var yngri systir Dionne Warwick. Hún átti í baráttu við eiturlyfjafíkn og lést árið 2008 er hún var 63 ára.

Skoski leikstjórinn Kevin Macdonald, sem gerði myndina, segist alltaf hafa velt fyrir sér ástæðunni að baki áhamingju Houston. „Ég hafði lengi fylgst með henni á skjánum og hugsaði alltaf það er eitthvað við þessa konu sem virkar virkilega óþægilegt. Hún nýtur þess ekki að vera í eigin líkama. Hún var mjög falleg en ekki kynferðisleg Henni líður illa í eigin skinni og ég fór að velta fyrir mér hvort hún hefði verið misnotuð,“ sagði Macdonald.

Hann hafi síðar rætt þetta við einhvern og viðkomandi hafi tjáð sér að hann hefði rætt þetta við Houston sem hafi staðfest að hún hafi verið misnotuð. „Henni fannst það vera rót óhamingju sinnar.“

Whitney er önnur heimildamyndin um söngkonuna sem kemur út á innan við ári, en breski heimildamyndagerðarmaðurinn Nick Broomfield sendi í fyrra frá sér myndina Whitney: Can I Be Me.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler