Tónlistarkonan Ariana Grande tjáði sig um hryðjuverkaárásina sem gerð var í lok tónleika hennar í Manchester í fyrra í viðtali við Time. Grande á enn erfitt með að tala um kvöldið örlagaríka og blaðamaður segir hana hafa farið að gráta þegar hún reyndi að tala um árásina.
Grande er nú tilbúin til að snúa aftur á sjónarsviðið og er búin að búa til nýja tónlist sem hún tók þátt í að semja. Hún vill ekki tala beint um árásina. „Ég vil ekki gefa henni það mikinn mátt. Einhverju eins neikvæðu. Þetta er algjörlega það versta við mannkynið. Þess vegna gerði ég mitt besta til að bregðast við eins og ég gerði. Það síðasta sem ég myndi vilja væri að aðdáendur minir sæu eitthvað svona gerast og halda að það hafi unnið,“ sagði Grande.
Tónlistarkonan segir að tónlist eigi að vera það öruggasta í heiminn þess vegna sé þetta enn erfitt fyrir hana á hverjum degi. Hún segir að hún myndi óska þess að það væri meira sem hún gæti gert. Hún hefði haldið að það yrði auðveldara að tala um atburðinn með tímanum en enn þann daginn í dag segist hún vera bíða eftir friði og það væri erfitt.