Er hægt að aðgreina listina frá listamanninum?

XXXTentacion lést í gær. Í kjölfarið hafa fjölmiðlar velt upp …
XXXTentacion lést í gær. Í kjölfarið hafa fjölmiðlar velt upp spurningunni er hægt að aðgreina listamanninn listinni? Ljósmynd/skjáskot Instagram

Guardian fjallar um áskorun og tækifæri bandaríska rapparans XXXTentacion sem átti erfiða ævi fulla af andstæðum. XXXTentacion var skot­inn til bana í bíl sín­um í suður­hluta Flórída á mánudag. Rapp­ar­inn, sem hét réttu nafni Jah­seh Dwayne On­froy, var 20 ára gam­all.

Þessi grein er ekki gerð til að fella dóm yfir neinum. Heldur viðleitni til að varpa ljósi á iðnað sem virðist fullur af andstæðum, áskorunum og tækifærum. Hvernig er hægt að vera þekktur fyrir tónlistina sína, á sama tíma og maður er fastur í stofufangelsi fyrir árás á ófríska kærustu sína? Er heiðarlegt að hlusta á tónlist frá listafólki sem eru þekktir fyrir að vera á kafi í eiturlyfjum, misnota völd sín með ofbeldi á sjálfum sér og öðrum? Erum við að ala á fíkn og fordómum?

Í Grein Guardian kemur fram að XXXTentacion er dæmigerður aðstandandi fæddur inn í brotna fjölskyldu. Hann virðist hafa fengið lítið sem ekkert veganesti inn í fullorðinsárin sín. Með uppblásið egó, fullt af hæfileikum, en fáar fyrirmyndir til að styðjast við. Slíkar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir fíkn að þróast. Þegar sársaukinn úr æsku er svo ærandi að það eina sem virkar á hann eru sterk efni á borð við fíkniefni og áfengi. 

Chris Cornell, Chester Bennington og Scott Hutchisin eru einstaklingar innan tónlistariðnaðarins sem hafa fallið fyrir eigin hendi. En fjölmargir tónlistarmenn hafa lagt sitt á vogaskálarnar í umræðuna um áskoranir tónlistarfólks, meðal annars Adele, Zayn Malik og Olly Alexander. Það eru augljóslega áskoranir innan greinarinnar. Hún þarf stuðning frá samfélaginu. 

Adele hefur stigið fram og rætt sínar áskoranir opinberlega.
Adele hefur stigið fram og rætt sínar áskoranir opinberlega. AFP

Echo  ræddi við Matt Thomas einn af stofnanda Music Support, sem býður þjónustu til þeirra sem starfa innan tónlistagreinarinnar í Bretlandi og eru að kljást við fíkn eða andlega sjúkdóma.

Á bakvið tjöldin í Bretlandi starfa fjölmargir einstaklingar að aðstoða tónlistarfólk. Music Support er einn af þeim valkostum sem í boði eru fyrir tónlistarfólk. Matt Thomas starfaði fyrir eitt af stóru plötu-útgáfu fyrirtækjunum. Hann kynntist fjölmörgum þekktum einstaklingum og fannst verkefnin áhugaverð. En árið 2006 fór hann í meðferð við fíkn sem varð til þess að hann stofnaði seinna Music Support.

„Fyrst af öllu vil ég segja að ég tel að verkefni koma til okkar í öllum greinum samfélagsins. Ef þú horfir á tölfræðina, þá mun einn af hverjum fjórum þurfa að kljást við einhverskonar andlega áskorun. Eins má áætla að einn af hverjum tíu séu að kljást við fíkn. Við erum öll fólk, hvort heldur sem er að við störfum sem bakarar, kjötiðnaðarmenn, læknar, lögfræðingar. Fíkn og andlegir sjúkdómar fara ekki í dómgreindarálit. Tónlistariðnaðurinn er ekki sér á báti með þessa hluti. Hins vegar getur verið áskorun fyrir þá sem eru opinberar persónur að taka á vandamálum sínum, ef það skemmir fyrir ferli þeirra.

Það geta skapast aðstæður, eins og stress og fleira í kringum það að vera opinber persóna sem hefur áhrif á að sjúkdómurinn fer af stað eða brýst fram. Eins getur verið erfitt að biðja um aðstoð þegar þú ert að vinna þig upp í einhverri grein þar sem slíkt gæti verið tekið sem veikleiki. Fáránleikinn við þetta allt er samt sá að ef þú biður ekki um aðstoð, þá verður ferillinn þinn hvort eð er ekki langur. Þetta er þannig sjúkdómur. Ég þekki það af eigin raun hversu miklu betri starfskraftur ég varð þegar ég tók á minni fíkn,“ segir hann í viðtalinu.

Það þarf að opna á umræðuna um fíkn og fordóma. …
Það þarf að opna á umræðuna um fíkn og fordóma. Enginn er tekinn í gegn fyrir að vera með sykursýki! Fíkn er sjúkdómur ekki val. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hversu meðtekið er að vera með fíkn í dag?

„Ég er besta dæmið um það án efa. Þegar ég fór í meðferð árið 2006 var mikil leynd og skömm yfir því. Í dag er annað upp á teningnum. Viðhorfin eru blessunarlega að breytast. Ég er mjög ánægður að fólk sé að opna augun. Samfélagið sé að sýna þessu skilning og það sé auðveldar að biðja um aðstoð. Andlegir sjúkdómar og fíkn eru alvarlegir heilsufarslegir sjúkdómar líkt og sykursýki og krabbamein.

Þú myndir aldrei ráðast á einhvern fyrir að vera með sykursýki eða krabbamein? Eða reyna að hylja yfir það eða fela. Við eigum heldur ekki að gera það með fíkn eða andlega sjúkdóma. Eins er WHO búið að skilgreina fíkn sem sjúkdóm allt frá árinu 1950. 

Eins kom það fram í vikunni að NHS hafa greint fyrsta aðilann opinberlega með netfíkn. Á öðrum stað var 9 ára stúlka sem þurfti að fá meðferð við fíkn í Fortnite. Okkur er alltaf að fara fram en hins vegar koma nýjar fíknir upp samhliða því. 

Það eru 115 aðilar sem deyja vegna neyslu á ópíum lyfjum í Bandaríkjunum á dag. Við erum að horfa fram á algjörlega nýtt landslag í þessum málum," segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant