Best og verst klæddu landsliðin á HM

Íslenska liðið á Gelendzhik-flugvellinum við komuna til Rússlands, 9. júní. …
Íslenska liðið á Gelendzhik-flugvellinum við komuna til Rússlands, 9. júní. Davíð segir að Íslendingarnir séu langflottastir, en er aðeins hlutdrægur enda var það Herragarðurinn sem klæddi landsliðið. AFP

Íslendingar, Egyptar, Portúgalar, Brasilíumenn og Þjóðverjar eiga best klæddu landsliðin á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu að mati Davíðs Einarssonar, markaðsstjóra Herragarðsins.

Davíð Einarsson, markaðsstjóri Herragarðsins.
Davíð Einarsson, markaðsstjóri Herragarðsins. mbl.is/Valgarður

mbl.is fékk Davíð til að segja sína skoðun á klæðnaði liðanna þegar þau komu til Rússlands á mótið.

Að hans mati hefðu Serbía, Marokkó, Argentína og Danmörk mátt gera betur, en honum þótti liðin vera of þægileg í klæðaburði, í íþróttagöllum. „Menn eru vissulega að fara í langt ferðalag, en þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar á heimsmeistaramóti,“ segir Davíð. Hann segir Danina að vísu hafa verið í flottum jakkafötum á öðrum myndum frá mótinu, en við komuna til Rússlands hafi þeir verið í stuttbuxum sem var ekki að gera sig. 

Hann segir dökkbláa litinn vera áberandi ríkjandi hjá liðunum en það var einmitt sá litur á jakkafötum sem íslenski hópurinn klæddist þegar hann hélt utan á Evrópumótið í Frakklandi 2016. „Miklu fleiri eru í þeim lit núna en á Evrópumótinu,“ segir Davíð.

Manuel Neuer og Þjóðverjarnir klæddust bláum jökkum og svörtum pólóbolum. …
Manuel Neuer og Þjóðverjarnir klæddust bláum jökkum og svörtum pólóbolum. Einfalt og flott útlit að sögn Davíðs. AFP
Nígeríski hópurinn var klæddur hvítu frá toppi til táar.
Nígeríski hópurinn var klæddur hvítu frá toppi til táar. AFP

Davíð er hrifnastur af landsliðunum sem héldu útlitinu einföldu og stílhreinu. „Íran voru flottir. Dökkblá jakkaföt og hvít skyrta með vasaklút í fánalitunum. Ég var hrifinn af því,“ segir Davíð en bætir við að Egyptar hafi farið djarfari leið, í tvíhneppt jakkaföt sem hafi komið mjög vel út. „Brasilíumenn voru flottir líka. Í öllu bláu með brasilíska merkið í lit.“

Mohamed Salah í tvíhnepptum jakkafötum sem Egyptar klæddust.
Mohamed Salah í tvíhnepptum jakkafötum sem Egyptar klæddust. AFP

Hann segir að ef til vill ákveði einhver landsliðanna viljandi að taka athyglina ekki af fótboltanum og leggi því lítið upp úr klæðaburði leikmannanna, en það sé slæm nálgun enda sé það stórt atriði að mönnum líði vel utan vallar eigi þeim að líða vel innan vallar.

„Þú sérð til dæmis Portúgal. Þeir eru hrikalega flottir, í dökkbláum fötum, hvítri skyrtu með dökkblátt bindi. Þetta er lið sem er ekkert með sterkasta hópinn á mótinu en þeir koma á mótið lítandi út eins og stórstjörnur,“ segir Davíð.

Nígería vakti mikla athygli fyrir klæðaburð liðsins, sem voru síðar hvítar skyrtur og hattar, með grænu mynstri. „Búningur liðsins er flottur,“ segir Davíð. „En komandi á heimsmeistaramótið. Ég hefði valið eitthvað annað.“

Hann segir einnig Panama hafa verið í flottum fötum en klúðrað málunum með hattana sem þeir klæddust. „Þeir klikkuðu á smáatriðunum,“ segir Davíð og bætir við að það hafi Englendingarnir líka gert með slæmum saum á fötunum og ljótum bindum.

Argentínumennirnir Lionel Messi og Angel Di Maria stíga út ur …
Argentínumennirnir Lionel Messi og Angel Di Maria stíga út ur flugvélinni við komu liðsins á Zhukovsky-flugvöll í Rússlandi í jogginggöllum. Sá fatnaður skoraði fá stig hjá Davíð. AFP
Landslið Panama með hattana sem Davíð var ekki nógu sáttur …
Landslið Panama með hattana sem Davíð var ekki nógu sáttur við. AFP
Danir stíga út úr flugvélinni í Rússlandi. Davíð var ekki …
Danir stíga út úr flugvélinni í Rússlandi. Davíð var ekki nógu sáttur með stílinn á nágrönnum okkar, klæddir stuttbuxum og ansi frjálslegir til fara. AFP
Serbarnir tóku íþróttagallann á þetta.
Serbarnir tóku íþróttagallann á þetta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson