Pabbi Kunis vill trúa óléttusögunum

Mila Kunis kemst ekki hjá því að sjá forsíður slúðurtímarita …
Mila Kunis kemst ekki hjá því að sjá forsíður slúðurtímarita í búðinni. AFP

Leikkonan Mila Kunis segir í viðtali við Cosmopolitan að hún lesi ekki neitt af því sem er skrifað um hana á slúðurmiðlum. Hún komist þó ekki hjá því að sjá forsíður slúðurblaðanna þegar hún kaupi í matinn. 

„Ég virkilega veit ekki hvað er skrifað um mig annað en það að ég er ólétt einu sinni á ári og ég og eiginmaður minn erum að skilja einu sinni á ári,“ segir Kunis sem tekur ekki sögurnar nærri sér en þær geri stundum foreldra hennar og ömmu hennar og afa ringlaða. „Á einum tímapunkti var ég ólétt og slúðurblöðin sögðu að ég hefði lent í bráðatilviki og ég flutt á spítala, andlit mitt var á forsíðunni. Enginn skilur hversu miklar áhyggjur fjölskylda mín hafði.“

Kunis sem á tvö börn með eiginmanni sínum Ashton Kutcher segir reyndar að faðir hennar voni alltaf að óléttuorðrómurinn sé sannur.  „Er virkilega annað?“ segir Kunis að faðir sinn spyrji þegar óléttusögurnar koma fram. 

Mila Kunis.
Mila Kunis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen