Hollywood fær það óþvegið

Leikkonan Kathleen Turner.
Leikkonan Kathleen Turner. AFP

Bandaríska leikkonan Kathleen Turner lét kvikmyndabransann í Hollywood fá það óþvegið í viðtali við Vulture-tímaritið. Turner hélt ekki aftur af sér í viðtalinu og hefur fólk ýmist fagnað hreinskilni hennar eða rekið í rogastans.

Turner, sem er m.a. þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndunum Body Heat og Romancing the Stone á níunda áratug síðustu aldar, gagnrýnir m.a. leikarana í gamanþáttunum Friends og ýmsa mótleikara sína í gegnum tíðina. 

Knúin áfram af bræði

Kathleen Turner.
Kathleen Turner. AFP

Blaðamaðurinn spurði hana hvað hefði knúið feril hennar áfram og svarið var stutt: Bræði. Þegar hún var beðin að útskýra það nánar sagðist hún vera mjög reið út í allt og þá helst óréttlæti heimsins.

Turner varð gigtveik snemma á ferlinum eða skömmu fyrir fertugt og hafði það áhrif á framhaldið. Segist hún hafa upplifað það eins og missi. „Það erfiðasta var að svo mikið af sjálfstrausti mínu byggði á líkama mínum. Ef ég hafði það ekki, hver var ég?“

Síðar í viðtalinu ræðir hún um þann orðróm að hún sé erfið í samstarfi. „Ef karlmaður kemur á tökustað og segir „svona vil ég hafa hlutina“, þá segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk „ó, þarna byrjar hún“.“

Hver er leikkonan?

Hún segir að leikarar geti valið á milli að þess að njóta almennrar hylli og að verða færari í starfi sínu. Þannig gagnrýnir hún ónafngreinda leikkonu sem hafi verið í nær sama hlutverkinu í tvo áratugi. „Hún lítur meira að segja eins út. Hún er sennilega ein ríkasta konan þarna úti en ég myndi skjóta sjálfa mig ef ég væri svona, að gefa fólki aðeins það sem það á von á.“

Margir netverjar hafa nú lagst yfir þessi ummæli og reyna að giska á hvaða leikkonu hún eigi við. Hafa margir skotið á að þarna sé hún að tala annað hvort Juliu Roberts eða Jennifer Aniston.

Kepptust um að „fá hana“

Í viðtalinu ræðir hún um það að hafa verið gerð að kyntákni snemma á ferli sínum. Hún hafi alltaf verið óörugg með sig í Los Angeles því í Hollywood sé litið svo á að konur séu hlutir sem hægt sé að slá eign sinni á. Hún segist vita til þess að samkeppni hafi verið í gangi milli leikaranna Michael Douglas, Jack Nicholson og Warren Beaty um hver gæti „fengið hana fyrstur“. Turner bætir því við að engum þeirra hefði þó tekist það.

Leikkonan Elizabeth Taylor er meðal þeirra sem Turner ræðir hreinskilningslega um í viðtalinu. Hún gagnrýnir m.a. frammistöðu Taylor í kvikmyndinni Who's Afraid of Virginia Woolf? „Ég held að hún hafi ekki verið mjög fær,“ segir Turner.  Hún segir rödd Taylor hafa verið hræðilega og henni hafi verið illa beitt.

Turner lætur fleiri þekkta leikara heyra það og skýtur föstum skotum á Nicolas Cage sem lék á móti henni í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married sem var frumsýnd árið 1986.

„Hann var mjög erfiður á tökustað. En leikstjórinn leyfði honum að gera það sem honum sýndist með hlutverkið svo ég var ekki í stöðu til að gera mikið annað en að fara eftir því sem mér hafði verið gefið,“ segir hún. „En ég lét það ganga.“

William Hurt og Kathleen Turner í kvikmyndinni Body Heat árið …
William Hurt og Kathleen Turner í kvikmyndinni Body Heat árið 1981. AFP

Þá segir hún það hafa verið „hræðilegt“ að vinna með Burt Reynolds árið 1988 og að hann hafi grætt sig. „Hegðun hans var ótrúleg.“

Lokaður hópur í Friends

Síðari ár var það hlutverk Turner sem klæðskiptingur í gamanþáttunum Friends sem vakti hvað mesta athygli. Hún segir að leikararnir í  þættinum hafi ekki tekið sér sérstaklega vel. „Leikararnir í Friends voru svo mikil klíka en ég held að upplifun mín á þeim sé ekki einsdæmi. Ég held að þetta hafi verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti þau máli.“

Turner er svo spurð hvort að Donald Trump hafi orðið á vegi hennar á níunda áratugnum og hún svarar: „Já, oj, handaband hans er ógeðslegt.“ Hún útskýrir orð sín með þessum hætti: „Hann tekur í höndina á þér og nuddar svo vísifingri á úlnliðinn á þér. Þetta á að vera eitthvað tælandi. Þú dregur bara höndina að þér og oj.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler