Casey Affleck biðst afsökunar

Casey Affleck hefur beðist afsökunar á ófagmannlegu vinnuumhverfi á tökustað …
Casey Affleck hefur beðist afsökunar á ófagmannlegu vinnuumhverfi á tökustað myndar sinnar, I'm Still Here. AFP

Leikarinn Casey Affleck hefur beðist afsökunar á „ófagmannlegu“ starfsumhverfi við tökur á myndinni I'm Still Here, sem hann leikstýrði árið 2010. Tvær konur kærðu Affleck fyrir kynferðislega áreitni, sem þær sögðust hafa orðið fyrir á tökustað.

„Ég hagaði mér og leyfði öðrum að haga sér á mjög ófagmannlegan hátt og mér þykir fyrir því,“ sagði Affleck í viðtali við Associated Press.

Affleck neitaði ásökunum kvennanna tveggja, en gerði þó við þær sátt utan dómstóla. Hann hætti við að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í mars á þessu ári og tengdist sú ákvörðun hans #MeToo-byltingunni, en hann átti venju samkvæmt að afhenda besta karlkyns leikara í aðalhlutverki Óskarinn, þar sem Affleck vann þau verðlaun árið 2016 fyrir leik sinn í myndinni Manchester by the Sea.

Konurnar sem Affleck var sakaður um að áreita heita Amanda White og Magdalena Gorka. White sagði að Aff­leck hefði neitað að borga henni laun vegna þess að hún vildi ekki eyða með hon­um nótt á hót­el­her­bergi og Gorka sagði að Aff­leck hefði skriðið upp í rúm til henn­ar á meðan hún svaf.

Affleck segir við AP að hann sjái eftir því að hafa „lent í deilum“ sem enduðu með því að hann var lögsóttur og að hann hafi aldrei verið sakaður um slíkt framferði áður. 

„Ég vissi ekki hvernig ég átti að takast á við þetta og ég var ekki sammála öllu, hvernig mér var lýst og hlutunum sem voru sagðir um mig,“ sagði Affleck.

Viðtalið við AP er fyrsta ítarlega viðtalið sem birtist við leikarann síðan hann ákvað að taka ekki þátt í Óskarsverðlaunahátíðinni. Hann sagðist hafa áttað sig á því í tengslum við #MeToo-byltinguna að hann sjálfur þyrfti að „halda kjafti og hlusta“.

Hann tók undir málstað byltingarinnar og sagði Affleck konur hafa fengið of lítið borgað, verið hlutgerðar og að gert hefði verið lítið úr þeim í áraraðir.

„Það var enginn að gera mikið veður út af því og þar á meðal ég, þar til nokkrar hugrakkar og vitrar konur stóðu upp og sögðu: „Vitiði hvað? Nú er komið nóg“,“ sagði Affleck við AP.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant