40 ár síðan „Koppafeiti“ var frumsýnd

Söngleikjakvikmyndin Koppafeiti eða Grease var fyrst frumsýnd 16. júní árið 1978. Kvikmyndin, sem vann sig á óvæntan hátt inn í hjörtu heimsbyggðarinnar, fagnar því fjörutíu ára afmæli í ár. Kvikmyndin var gerð að söngleik og hefur verið sett á svið í leikhúsum víða um heim.

John Travolta fór með hlutverk kvennabósans Danny og Olivia Newton-John fór með hlutverk hinnar saklausu Sandy í kvikmyndinni. 

Sýningin hefur verið sett upp þrisvar sinnum hér á landi af atvinnuleikurum. Söngleikurinn var settur upp í Borgarleikhúsinu árið 1998 með þeim Rúnari Frey Gíslasyni og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum. Þýðingin á verkinu og söngtextunum var í höndum Veturliða Guðnasonar. Grease var aftur sett upp árið 2003 með þeim Birgittu Haukdal og Jónsa í Svörtum fötum í aðalhlutverkum. Síðast var söngleikurinn á sviði Loftkastalans árið 2009 og fóru þau Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartur Guðmundsson með hlutverk Danny og Sandy.

Wiltern-leikhúsið í Los Angeles í Bandaríkjunum hélt upp á tímamótin í gærkvöldi með sýningu á kvikmyndinni. Sjá má frá sýningunni í spilaranum hér að ofan, en bíógestir mættu margir hverjir í búningum. Hér fyrir neðan má svo hlusta á íslensku útgáfuna af laginu Grease is the Word í flutningi Selmu Björns og Rúnars Freys.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen