Teiknaði mynd af barnamorðunum í Jemen

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Gamanmyndaleikarinn Jim Carrey birti teikningu á Twitter-aðgangi sínum á föstudag af morðinu á börnunum 40 í Jemen. 40 börn létust í sprengjuárás hernaðarbandalags undir forystu Sádi-Arabíu á fimmtudaginn síðasta. Eldflaugin hæfði rútu sem full var af börnum, en börnin voru á leið heim úr lautarferð.

Jim Carrey hefur orðið pólitískari með árunum og birtir nú reglulega teiknaðar myndir eftir sjálfan sig á Twitter þar sem hann gagnrýnir bandarísk stjórnvöld og forsetann, Donald Trump.  

Hernaðarbandalagið, leitt áfram af Sádi-Arabíu, keypti sprengjurnar sem notaðar voru af Bandaríkjunum. Jim Carrey skrifar: „40 saklaus börn drepin í rútu í Jemen. Af okkar bandamönnum. Með okkar sprengju. Þetta er okkar glæpur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson