Aronmola í Borgarleikhúsinu í vor

Aron Már Ólafsson verður í Borgarleikhúsinu í vor.
Aron Már Ólafsson verður í Borgarleikhúsinu í vor. Árni Sæberg

Leikarinn, leiklistarneminn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, betur þekktur undir nafninu Aronmola, mun leika í Borgarleikhúsinu í vor.

Aron mun leika hlutverk í uppfærslu Borgarleikhússins á Kæra Jelena í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. Halldóra Geirharðsdóttir verður í hlutverki kennslukonunnar Jelenu og munu Sigurður Þór Óskarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir einnig fara með hlutverk í leikritinu.

„Þetta er um baráttuvilja ungs fólks til að ná langt í lífinu og gera þau allt sem þau þurfa til að komast áfram,“ segir Aron í samtali við blaðamann. Kæra Jelena er rússneskt leikrit og fjallar um kennslukonuna Jelenu og nemendur hennar. Það var skrifað árið 1980 í Sovétríkjunum af Ljúdmílu Razúmovskaja.  

Hlutverkið fékk Aron í gegnum Unni Ösp, en hann kynntist henni við tökur á Ófærð 2. Aron segir Unni hafa boðið sér að koma í prufu fyrir leikritið og hann hafi síðan landað hlutverkinu. 

Aron er á lokaári sínu í leiklist við Listaháskóla Íslands. „Ég er að klára þessa önn í skólanum. Síðan byrja æfingar í janúar á þessu verki. Þannig ég fæ næstu önn metna inn í námið,“ segir Aron en hann mun útskrifast næsta vor.  

Aron þekkir verkið vel en hann hefur áður leikið í því, þá í uppfærslu Listafélags Verzlunarskóla Íslands árið 2012. Verkið var áður sett upp á litla sviði Þjóðleikhússins árið 1991 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Þá fóru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Baltasar Kormákur, Hilmar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverkin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan