Skaupið skrifar sig ekki sjálft

Höfundar Áramótaskaupsins í ár.
Höfundar Áramótaskaupsins í ár. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Haft er eftir Arnóri Pálma að hann sé hæstánægður með hópinn og handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því.“

Tökur á Áramótaskaupinu hefjast um miðjan nóvember og sér Glassriver um framleiðsluna eins og í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant