Dauði og djöfull á nýrri plötu Skálmaldar

Baldur Ragnarsson gítarleikari, Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari, Jón Geir …
Baldur Ragnarsson gítarleikari, Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari, Jón Geir Jóhannson trymbill og Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari árita plötur í Lucky Records í gær. mbl.is/Eggert

Það var mikið stuð í plötubúðinni Lucky Records í gær þegar hlustunarteiti þungarokkssveitarinnar Skálmaldar fór þar fram. Nýjasta plata þeirra, Sorgir, kom út í gær en aðspurður hvert sé þema plötunnar svarar Jón Geir Jóhannsson, trymbill sveitarinnar, hlæjandi: „Bara dauði og djöfull,“.

Goðaþemað sem Skálmaldarrokkarar hafa verið þekktir fyrir var sett á hilluna á þessari plötu en í staðinn fjalla textarnir um draugasögur. Á plötunni eru átta lög, og skiptist hún í tvo hluta, þar sem annars vegar eru sagðar draugasögur frá sjónarhorni þeirra sem hrelltir eru, en hins vegar frá sjónarhorni drauganna sjálfra.

Jón segir að viðbrögðin við nýju plötunni hafi verið frábær.
Jón segir að viðbrögðin við nýju plötunni hafi verið frábær. mbl.is/Eggert
Aðdáendur sveitarinnar voru hæstánægðir með nýjustu viðbótina í plötusafnið.
Aðdáendur sveitarinnar voru hæstánægðir með nýjustu viðbótina í plötusafnið. mbl.is/Eggert

Á leið í Evrópuferðalag

Jón segist ekki telja að aðdáendur sveitarinnar muni þurfa að sakna goðaþemans, og bendir á að stærstur hluti aðdáendahópsins séu útlendingar og skilji því hvort eð er ekki íslensku.

Ekki er búið að ákveða hvenær útgáfutónleikar verða haldnir hérlendis en sveitin heldur utan nú í nóvember og fer á flakk um Evrópu. Það megi því búast við að útgáfutónleikarnir verði haldnir á nýju ári eða jafnvel þegar vora fer. 

Þessi aðdáandi var mögulega að leita sér að miðum á …
Þessi aðdáandi var mögulega að leita sér að miðum á næstu tónleika sveitarinnar þegar ljósmyndari mbl.is smellti af. mbl.is/Eggert
Jón Geir sagði að sér hefði þótt „ógeðslega gaman“ í …
Jón Geir sagði að sér hefði þótt „ógeðslega gaman“ í hlustunarteitinni í gær. mbl.is/Eggert




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant