Prinsessan vildi sýna örið

Ör á baki Eugenie prinsessu af York sást greinilega í …
Ör á baki Eugenie prinsessu af York sást greinilega í brúðkaupinu. AFP

Eugenie prinsessa var djörf í vali á brúðarkjól sínum sem hún klæddist er hún gekk að eiga unnusta sinn, Jack Brooksbank, í Windsor-kastala í gær. Eugenie er dóttir Andrésar prins, bróður Karls, krónprins Bretlands.

Kjóllinn var hannaður af Peter Pilotto og Christopher De Vos. Hann var langerma og fílabeinshvítur að lit og opinn í bakið. Sú hönnun var gerð að ósk prinsessunnar sem vildi sýna ör sem hún er með á bakinu eftir skurðaðgerð sem hún undirgekkst er hún var tólf ára. Á höfði bar hún svo kórónu, eins og hverri prinsessu sæmir, sem hún fékk að láni hjá ömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu.

Eugenie ræddi um hönnun kjólsins í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina fyrir brúðkaupið. Hún sagði mikilvægt að breyta viðhorfum fólks til fegurðar. „Ég held að hægt sé að breyta fegurðarskyni og að þú getir sýnt fólki örin þín og mér finnst mikilvægt að gera það,“ sagði prinsessan.

Prinsessan er verndari sjúkrahússins þar sem hún fór í bakaðgerðina sem barn. Í aðgerðina fór hún vegna mikillar hryggskekkju.

Frétt CNN um málið.

Eugenie prinsessa ásamt föður sínum, Andrési, hertoganum af York.
Eugenie prinsessa ásamt föður sínum, Andrési, hertoganum af York. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant