Tom Hardy sæmdur æðstu tign

Tom Hardy hefur verið sæmdur æðstu tign sem almennir borgarar …
Tom Hardy hefur verið sæmdur æðstu tign sem almennir borgarar hljóta í Bretlandi. AFP

Tom Hardy leikari hefur verið sæmdur CBE-orðunni af Karli Bretaprins fyrir störf í þágu leiklistarinnar. Orðan er æðsta heiðurstign sem almennir borgarar í Bretlandi eru sæmdir.

Þetta var gert við hátíðlega athöfn í Buckingham-höll í gær. Hardy er vinur Vilhjálms og Harry prinsa og var meðal gesta í brúðkaupi Harrys og Meghan Markle í maí.

Ken Follett glæpasagnahöfundur var sæmdur sömu orðu af prinsinum í gær.

Hardy hefur vakið athygli fyrir ýmis hlutverk í gegnum árin. Nú síðast fyrir leik sinn í stórmyndinni Venom. Þá hefur hann árum saman leikið í Peaky Blinders. Og ekki er hann síst þekktur fyrir túlkun sína á Bane í Dark Knight Rises.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson