„Viagra-hringur“, ritvél og fleira

AFP

Munir úr dánarbúi stofnanda Playboy, Hugh Hefner, voru seldir á uppboði í Los Angeles í liðinni viku en uppboðinu lauk í gær. Meðal annars var ritvél sem Hefner notaði í háskóla og skrifaði fyrsta eintak Playboy á árið 1953 seld á 162.500 Bandaríkjadali, sem svarar til 20 milljóna króna.

Eintak af blaðinu fór á 31.250 dali og „viagra-hringur“ hans fór á 22.400 dali. En hringurinn er 14 karata gullhringur með hólfi sem var passlega stórt til þess að hýsa eina bláa pillu. 

Jakkar, bifreið, glymskratti, billjarðborð og fleiri munir úr Playboy-húsinu voru seldir og jafnvel inniskór Hefners, náttföt og silkirúmfatnaður. 

Leikarinn Jim Belushi greiddi 3.125 dali fyrir innbundið eintak af handriti Saturday Night Live sem stýrt var af Hefner árið 1977. Handritið var bundið inn í leður en John Belushi, bróðir Jim var gestur í þættinum. John Belushi lést árið 1982.

Underwood Standard Portable ritvél Hugh Hefner.
Underwood Standard Portable ritvél Hugh Hefner. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant